Valgeir Valgeirsson átti stórkostlegan leik þegar hann þreytti frumraun sína með B-liði Brentford í kvöld.
Valgeir, sem er 18 ára, var nýverið lánaður frá HK til Brentford á Englandi.
Brentford B mætti Hendon í London Senior Cup í dag og setti Valgeir tóninn strax. Valgeir lagði upp á fimmtu mínútu og skoraði hann sjálfur á 18. mínútu.
Valgeir bætti við öðru marki sínu þegar hann kom Brentford í 6-0 á 38. mínútu.
Bees United, stuðningsmannahópur hjá Brentford, hrósaði Valgeir sérstaklega á samfélagsmiðlum í hálfleik. „Maður hálfleiksins er Valgeir Valgeirsson."
Hendon náði að skora tvö mörk í seinni hálfleik og klóra aðeins í bakkann, en lokatölur 6-2 fyrir Brentford.
FULL-TIME: @HendonFC 2 #BrentfordB 6
— Brentford FC (@BrentfordFC) October 20, 2020
The young Bees progress to the next round of the @LondonFA Senior Cup with an impressive win.#BrentfordFC pic.twitter.com/zaHuwjZLQn
Athugasemdir