Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 20. október 2021 23:30
Brynjar Ingi Erluson
Ferdinand: Sýndu það að þeir myndu hlaupa í gegnum múrveggi fyrir Ole
Rio Ferdinand
Rio Ferdinand
Mynd: Getty Images
Rio Ferdinand, sparkspekingur á BT Sport, var virkilega ánægður með endurkomu Manchester United gegn Atalanta í Meistaradeildinni í kvöld en liðið vann 3-2 eftir að hafa verið 2-0 undir í hálfleik.

Ferdinand er oft fyrsti maður til að gagnrýna Ole Gunnar Solskjær þegar illa gengur en hann gat þó hrósað liðinu í kvöld.

Liðið skoraði þrjú mörk í síðari hálfleik og tryggði sigurinn gegn Atalanta. United er nú í efsta sæti F-riðils með 6 stig eftir þrjá leiki en liðið hefur aftur á móti ekki unnið í síðustu þremur deildarleikjum.

Ferdinand sér það á leikmönnum að þeir eru tilbúnir að gera allt fyrir stjórann.

„Þeir voru aðeins tengdari í síðari hálfleiknum og það var ekki jafn auðvelt að spila í gegnum þá. Þessir leikmenn munu hlaupa, harka og berjast fyrir Ole, svona ef einhver var að efast það."

„Þannig er mál með vexti er að þeir geta skilað góðu framlagi. Fólk var að efast um hvort leikmennirnir myndu hlaupa í gegnum múraða veggi fyrir Ole og þeir sýndu það í kvöld. Það var ákefð og það er ekki hægt að velja betri leið til að keyra inn í helgina en gegn Liverpool,"
sagði hann í lokin.

Liverpool heimsækir Man Utd á Old Trafford á sunnudag í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner