Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
banner
   mið 20. október 2021 18:16
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gústi Gylfa: Ég var upp með mér að fá svo starfið
Gústi Gylfa
Gústi Gylfa
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Gylfason tók við sem þjálfari Stjörnunnar í síðustu viku. Ágúst tekur við Þorvaldi Örlyggssyni sem tók við stöðu rekstrarstjóra knattspyrnudeildar. Gústi hafði þjálfað lið Gróttu síðustu tvö tímabil en var þar áður hjá Breiðabliki og Fjölni. Hann ræddi við Fótbolta.net í dag.

„Mér líst mjög vel á þetta. Ég hef þegar hafist handa að undirbúa og móta „team-ið" í kringum sig. Ég hitti svo hópinn 2. nóvember þegar við keyrum uppkeyrslu fyrir tímabilið 2022," sagði Gústi.

Tóku viðræðurnar við Stjörnuna langan tíma? „Já, ætli þær hafi ekki tekið 8-9 daga í heildina. Ég gaf þeim góðan tíma, þeir voru að ræða við aðra þjálfara um stöðuna en svo endaði þetta á mér og ég er mjög ánægður með þá stöðu og gríðarlega spenntur fyrir verkefninu."

Varstu aldrei hræddur um að lokast inni og fá ekkert starf? „Nei, nei, alls ekki. Ég var bara mjög þolinmóður, hafði trú á því að ég fengi verkefni og það gekk eftir."

Gústi ræddi aðeins um leikmannahópinn, samningslausa leikmenn og Thomas Mikkelsen. Hann talar um að vilji sé til þess að styrkja hópinn með 4-5 leikmönnum. Gústi ræddi einnig um starfsliðið í kringum sig og að það eigi eftir að ráða aðstoðarþjálfara.

Í lok viðtals var hann spurður út í þær sögur að Heimir Hallgrímsson hefði verið í viðræðum við Stjörnuna. Var erfitt að lesa fréttir þar sem talað var um að Heimir væri í viðræðum við Stjörnuna?

„Nei, alls ekki. Ég var upp með mér að þeir hefðu mögulega verið í sambandi við hann, ég eiginlega veit það ekki, og fá svo starfið. Það er því mun betra," sagði Gústi.


Athugasemdir
banner
banner