Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
banner
   mið 20. október 2021 18:16
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gústi Gylfa: Ég var upp með mér að fá svo starfið
Gústi Gylfa
Gústi Gylfa
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Gylfason tók við sem þjálfari Stjörnunnar í síðustu viku. Ágúst tekur við Þorvaldi Örlyggssyni sem tók við stöðu rekstrarstjóra knattspyrnudeildar. Gústi hafði þjálfað lið Gróttu síðustu tvö tímabil en var þar áður hjá Breiðabliki og Fjölni. Hann ræddi við Fótbolta.net í dag.

„Mér líst mjög vel á þetta. Ég hef þegar hafist handa að undirbúa og móta „team-ið" í kringum sig. Ég hitti svo hópinn 2. nóvember þegar við keyrum uppkeyrslu fyrir tímabilið 2022," sagði Gústi.

Tóku viðræðurnar við Stjörnuna langan tíma? „Já, ætli þær hafi ekki tekið 8-9 daga í heildina. Ég gaf þeim góðan tíma, þeir voru að ræða við aðra þjálfara um stöðuna en svo endaði þetta á mér og ég er mjög ánægður með þá stöðu og gríðarlega spenntur fyrir verkefninu."

Varstu aldrei hræddur um að lokast inni og fá ekkert starf? „Nei, nei, alls ekki. Ég var bara mjög þolinmóður, hafði trú á því að ég fengi verkefni og það gekk eftir."

Gústi ræddi aðeins um leikmannahópinn, samningslausa leikmenn og Thomas Mikkelsen. Hann talar um að vilji sé til þess að styrkja hópinn með 4-5 leikmönnum. Gústi ræddi einnig um starfsliðið í kringum sig og að það eigi eftir að ráða aðstoðarþjálfara.

Í lok viðtals var hann spurður út í þær sögur að Heimir Hallgrímsson hefði verið í viðræðum við Stjörnuna. Var erfitt að lesa fréttir þar sem talað var um að Heimir væri í viðræðum við Stjörnuna?

„Nei, alls ekki. Ég var upp með mér að þeir hefðu mögulega verið í sambandi við hann, ég eiginlega veit það ekki, og fá svo starfið. Það er því mun betra," sagði Gústi.


Athugasemdir