Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   mið 20. október 2021 18:16
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gústi Gylfa: Ég var upp með mér að fá svo starfið
Gústi Gylfa
Gústi Gylfa
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Gylfason tók við sem þjálfari Stjörnunnar í síðustu viku. Ágúst tekur við Þorvaldi Örlyggssyni sem tók við stöðu rekstrarstjóra knattspyrnudeildar. Gústi hafði þjálfað lið Gróttu síðustu tvö tímabil en var þar áður hjá Breiðabliki og Fjölni. Hann ræddi við Fótbolta.net í dag.

„Mér líst mjög vel á þetta. Ég hef þegar hafist handa að undirbúa og móta „team-ið" í kringum sig. Ég hitti svo hópinn 2. nóvember þegar við keyrum uppkeyrslu fyrir tímabilið 2022," sagði Gústi.

Tóku viðræðurnar við Stjörnuna langan tíma? „Já, ætli þær hafi ekki tekið 8-9 daga í heildina. Ég gaf þeim góðan tíma, þeir voru að ræða við aðra þjálfara um stöðuna en svo endaði þetta á mér og ég er mjög ánægður með þá stöðu og gríðarlega spenntur fyrir verkefninu."

Varstu aldrei hræddur um að lokast inni og fá ekkert starf? „Nei, nei, alls ekki. Ég var bara mjög þolinmóður, hafði trú á því að ég fengi verkefni og það gekk eftir."

Gústi ræddi aðeins um leikmannahópinn, samningslausa leikmenn og Thomas Mikkelsen. Hann talar um að vilji sé til þess að styrkja hópinn með 4-5 leikmönnum. Gústi ræddi einnig um starfsliðið í kringum sig og að það eigi eftir að ráða aðstoðarþjálfara.

Í lok viðtals var hann spurður út í þær sögur að Heimir Hallgrímsson hefði verið í viðræðum við Stjörnuna. Var erfitt að lesa fréttir þar sem talað var um að Heimir væri í viðræðum við Stjörnuna?

„Nei, alls ekki. Ég var upp með mér að þeir hefðu mögulega verið í sambandi við hann, ég eiginlega veit það ekki, og fá svo starfið. Það er því mun betra," sagði Gústi.


Athugasemdir
banner