Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   mið 20. október 2021 18:16
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gústi Gylfa: Ég var upp með mér að fá svo starfið
Gústi Gylfa
Gústi Gylfa
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Gylfason tók við sem þjálfari Stjörnunnar í síðustu viku. Ágúst tekur við Þorvaldi Örlyggssyni sem tók við stöðu rekstrarstjóra knattspyrnudeildar. Gústi hafði þjálfað lið Gróttu síðustu tvö tímabil en var þar áður hjá Breiðabliki og Fjölni. Hann ræddi við Fótbolta.net í dag.

„Mér líst mjög vel á þetta. Ég hef þegar hafist handa að undirbúa og móta „team-ið" í kringum sig. Ég hitti svo hópinn 2. nóvember þegar við keyrum uppkeyrslu fyrir tímabilið 2022," sagði Gústi.

Tóku viðræðurnar við Stjörnuna langan tíma? „Já, ætli þær hafi ekki tekið 8-9 daga í heildina. Ég gaf þeim góðan tíma, þeir voru að ræða við aðra þjálfara um stöðuna en svo endaði þetta á mér og ég er mjög ánægður með þá stöðu og gríðarlega spenntur fyrir verkefninu."

Varstu aldrei hræddur um að lokast inni og fá ekkert starf? „Nei, nei, alls ekki. Ég var bara mjög þolinmóður, hafði trú á því að ég fengi verkefni og það gekk eftir."

Gústi ræddi aðeins um leikmannahópinn, samningslausa leikmenn og Thomas Mikkelsen. Hann talar um að vilji sé til þess að styrkja hópinn með 4-5 leikmönnum. Gústi ræddi einnig um starfsliðið í kringum sig og að það eigi eftir að ráða aðstoðarþjálfara.

Í lok viðtals var hann spurður út í þær sögur að Heimir Hallgrímsson hefði verið í viðræðum við Stjörnuna. Var erfitt að lesa fréttir þar sem talað var um að Heimir væri í viðræðum við Stjörnuna?

„Nei, alls ekki. Ég var upp með mér að þeir hefðu mögulega verið í sambandi við hann, ég eiginlega veit það ekki, og fá svo starfið. Það er því mun betra," sagði Gústi.


Athugasemdir
banner
banner