Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
banner
   mið 20. október 2021 18:16
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gústi Gylfa: Ég var upp með mér að fá svo starfið
Gústi Gylfa
Gústi Gylfa
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Gylfason tók við sem þjálfari Stjörnunnar í síðustu viku. Ágúst tekur við Þorvaldi Örlyggssyni sem tók við stöðu rekstrarstjóra knattspyrnudeildar. Gústi hafði þjálfað lið Gróttu síðustu tvö tímabil en var þar áður hjá Breiðabliki og Fjölni. Hann ræddi við Fótbolta.net í dag.

„Mér líst mjög vel á þetta. Ég hef þegar hafist handa að undirbúa og móta „team-ið" í kringum sig. Ég hitti svo hópinn 2. nóvember þegar við keyrum uppkeyrslu fyrir tímabilið 2022," sagði Gústi.

Tóku viðræðurnar við Stjörnuna langan tíma? „Já, ætli þær hafi ekki tekið 8-9 daga í heildina. Ég gaf þeim góðan tíma, þeir voru að ræða við aðra þjálfara um stöðuna en svo endaði þetta á mér og ég er mjög ánægður með þá stöðu og gríðarlega spenntur fyrir verkefninu."

Varstu aldrei hræddur um að lokast inni og fá ekkert starf? „Nei, nei, alls ekki. Ég var bara mjög þolinmóður, hafði trú á því að ég fengi verkefni og það gekk eftir."

Gústi ræddi aðeins um leikmannahópinn, samningslausa leikmenn og Thomas Mikkelsen. Hann talar um að vilji sé til þess að styrkja hópinn með 4-5 leikmönnum. Gústi ræddi einnig um starfsliðið í kringum sig og að það eigi eftir að ráða aðstoðarþjálfara.

Í lok viðtals var hann spurður út í þær sögur að Heimir Hallgrímsson hefði verið í viðræðum við Stjörnuna. Var erfitt að lesa fréttir þar sem talað var um að Heimir væri í viðræðum við Stjörnuna?

„Nei, alls ekki. Ég var upp með mér að þeir hefðu mögulega verið í sambandi við hann, ég eiginlega veit það ekki, og fá svo starfið. Það er því mun betra," sagði Gústi.


Athugasemdir
banner
banner
banner