Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 20. október 2021 19:14
Brynjar Ingi Erluson
Hringdi ekki í Mikkelsen - „Við erum góðir vinir og höldum ágætis sambandi"
Thomas Mikkelsen er ekki á leið til Stjörnunnar
Thomas Mikkelsen er ekki á leið til Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Gylfason, nýráðinn þjálfari Stjörnunnar, vísar þeim fréttum á bug að hann hafi hringt í danska framherjann Thomas Mikkelsen og reynt að fá hann til félagsins.

Mikkelsen yfirgaf Breiðablik í sumar og hélt aftur til Danmerkur af persónulegum ástæðum. Ágúst þjálfaði leikmanninn hjá Blikum og þekkjast þeir því vel.

Samkvæmt frétt 433.is þá reyndi Ágúst að fá Mikkelsen til Stjörnunnar, en að framherjinn knái hafi hafnað því boði og ætli sér ekki að snúa aftur í íslenska boltann að svo stöddu.

Fótbolti.net ræddi við Ágúst í dag og spurði hann út í þessi tíðindi, en hann segir ekkert til í því.

„Nei, ég get ekki staðfest það. Ég og Thomas Mikkelsen erum góðir vinir og höldum ágætis sambandi, en ég hef ekki hringt í hann," sagði Ágúst við Fótbolta.net í dag.
Gústi Gylfa: Ég var upp með mér að fá svo starfið
Athugasemdir
banner