Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 20. október 2021 21:04
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeildin: Ronaldo fullkomnaði endurkomu Man Utd
Cristiano Ronaldo fagnar sigurmarki Man Utd
Cristiano Ronaldo fagnar sigurmarki Man Utd
Mynd: EPA
Úr leik Chelsea og Malmö
Úr leik Chelsea og Malmö
Mynd: EPA
Leroy Sane skoraði tvö fyrir Bayern, það fyrra úr aukaspyrnu
Leroy Sane skoraði tvö fyrir Bayern, það fyrra úr aukaspyrnu
Mynd: EPA
Manchester United vann ótrúlegan 3-2 sigur á Atalanta í F-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld en liðið var tveimur mörkum undir í hálfleiks. Cristiano Ronaldo gerði sigurmarkið þegar tæpar tíu mínútur voru eftir af leiknum.

Ekki byrjaði það vel fyrir United á Old Trafford. Mario Pasalic kom Atalanta yfir á 15. mínútu. Leikmenn Atalanta voru fljótir að taka aukaspyrnu þar sem boltinn brast á Davide Zappacosta, sá kom með góða fyrirgjöf inn í teig og náði Pasalic að koma boltanum í netið með Harry Maguire í sér.

Merih Demiral bætti við öðru nokkrum mínútum síðar með skalla eftir hornspyrnu. Maguire var að dekka Demiral en týndi honum í tegnum og nýtti tyrkneski varnarmaðurinn sér það og stangaði knöttinn í netið.

Heimamenn fengu tvö góð færi undir lokin til að komast aftur inn í leikinn en Fred skaut rétt framhjá og þá átti Marcus Rashford skot sem fór í slá.

Staðan 2-0 fyrir Atalanta í hálfleik og því ljóst að United þyrfti kraftaverk til að ná þremur stigum úr þessum leik. Eftir nokkrar ágætar sóknir í byrjun síðari hálfleiks kom markið.

Rashford gerði það eftir góða sendingu frá Bruno Fernandes og nokkrum mínútum síðar átti Scott McTominay skot í stöng. Atalanta gat gert þriðja markið á 71. mínútu en David De Gea sá tvívegis við leikmönnum liðsins og hélt United inn í leiknum.

Harry Maguire jafnaði metin á 75. mínútu. Jadon Sancho átti horn, boltinn barst aftur til hans. Enski vængmaðurinn kom með fyrirgjöf inn í teiginn á Edinson Cavani, sem framlengdi yfir á Maguire og klikkaði enski varnarmaðurinn ekki af stuttu færi.

Það var svo auðvitað portúgalski sóknarmaðurinn Cristiano Ronaldo sem sá um að gera sigurmarkið á 81. mínútu. United var að pressa mikið á vörn Atalanta. Luke Shaw fékk boltann fyrir utan teig, kom með fyrirgjöf og stökk Ronaldo manna hæst og stangaði knöttinn í netið.

Annar leikurinn í röð þar sem Ronaldo tryggir sigur undir lok leiks og United nú með 6 stig í efsta sæti F-riðils eftir þrjá leiki en Atalanta aðeins 4 stig.

Villarreal vann Young Boys í sama riðli, 4-1.

Stórsigrar hjá Bayern og Chelsea

Það var erfið fæðing hjá Bayern München í E-riðli. VAR dæmdi tvö mörk af liðinu og kom fyrsta mark þeirra ekki fyrr en á 70. mínútu gegn Benfica. Leroy Sane skoraði þá fallegt mark úr aukaspyrnu og flóðgáttirnar opnuðust við það.

Liðið gerði þrjú mörk til viðbótar og er með fullt hús stiga í E-riðli.

Í G-riðli gerðu Lille og Sevilla markalaust jafntefli. Salzburg er á toppnum í riðlinum eftir 3-1 sigur á Wolfsburg í dag en Sevilla kemur næst með 3 stig og Lille með 2 stig.

Juventus tyllti sér þá á toppinn í H-riðli með 1-0 naumum sigri á rússneska liðinu Zenit. Dejan Kulusevski skoraði eina mark leiksins á 86. mínútu.

Chelsea var þá ekki í vandræðu með Malmö FF. Enska liðið vann þann leik 4-0. Andreas Christensen kom Chelsea yfir á 9. mínútu áður en Romelu Lukaku vann vítaspyrnu fyrir liðið tíu mínútum síðar. Jorginho steig á punktinn og skoraði.

Lukaku og Werner fóru báðir meiddir af velli í fyrri hálfleik og inn komu þeir Kai Havertz og Callum Hudson-Odoi. Þeir sköpuðu síðan þriðja mark Chelsea í byrjun síðari hálfleiks áður en Jorginho gulltryggði sigurinn með marki úr vítaspyrnu á 57. mínútu.

Juventus er á toppnum með 9 stig en Chelsea í öðru með 6 stig eftir þrjá leiki.

Úrslit og markaskorarar:

E-riðill:

Barcelona 1 - 0 Dynamo K.
1-0 Gerard Pique ('36 )

Benfica 0 - 4 Bayern
0-1 Leroy Sane ('70 )
1-1 Everton ('80 , sjálfsmark)
1-2 Robert Lewandowski ('82 )
1-3 Leroy Sane ('84 )

F-riðill:

Young Boys 1 - 4 Villarreal
0-1 Yeremi Pino ('6 )
0-2 Gerard Moreno ('16 )
1-2 Elia Meschack ('77 )
1-3 Alberto Moreno ('88 )
1-4 Samuel Chimerenka Chukweze ('90 )

Manchester Utd 3 - 2 Atalanta
0-1 Mario Pasalic ('15 )
0-2 Merih Demiral ('28 )
1-2 Marcus Rashford ('53 )
2-2 Harry Maguire ('75 )
3-2 Cristiano Ronaldo ('81 )

G-riðill:

Salzburg 3 - 1 Wolfsburg
1-0 Karim Adeyemi ('3 )
1-1 Lukas Nmecha ('15 )
2-1 Noah Okafor ('65 )
3-1 Noah Okafor ('77 )

Lille 0 - 0 Sevilla

H-riðill:

Chelsea 4 - 0 Malmo FF
1-0 Andreas Christensen ('9 )
2-0 Jorginho ('21 , víti)
3-0 Kai Havertz ('48 )
4-0 Jorginho ('57 , víti)

Zenit 0 - 1 Juventus
0-1 Dejan Kulusevski ('86 )
Athugasemdir
banner
banner
banner