Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 20. nóvember 2019 21:45
Ívan Guðjón Baldursson
Andy Pew spilandi aðstoðarþjálfari hjá Þrótti V.
Mynd: Þróttur V.
Andrew James Pew, betur þekktur sem Andy Pew, hefur verið ráðinn sem aðstoðarþjálfari Brynjars Gestssonar hjá Þrótti Vogum.

Andy hefur spilað með Þrótti síðustu tvö ár og var fyrirliði liðsins í sumar.

Hann býr yfir mikilli reynslu úr íslenska boltanum eftir að hafa spilað fyrir Selfoss í sjö ár.

Andy er 39 ára gamall varnarmaður og á vel yfir 200 leiki að baki hér á landi.

„Þróttur Vogum lýsir yfir mikilli ánægju með þjálfarateymið," segir í fréttatilkynningu Þróttar.

Þróttur fékk 30 stig í 2. deildinni í sumar og endaði í 5. sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner