Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 20. nóvember 2019 09:49
Magnús Már Einarsson
Redknapp: Leikmönnum að kenna að Pochettino var rekinn
Harry Redknapp.
Harry Redknapp.
Mynd: Getty Images
„Fólk talar um að leikmenn hafi elskað hann. Ef þeir elska hann svona mikið þá ættu þeir kannski að byrja að spila aðeins betur," sagði Harry Redknapp við Sky um brottrekstur Mauricio Pochettino frá Tottenham.

Pochettino var rekinn í gær og Jose Mourinho hefur verið ráðinn í hans stað. Redknapp er fyrrum stjóri Tottenham og hann telur að liðið eigi að gera mun betur en það hefur verið að gera hingað til á tímabilinu.

„Þeir (leikmennirnir) létu reka hann á endanum. Þeir stóðu sig ekki nægilega vel og þess vegna var hann rekinn. Ef þeir elskuðu hann svona mikið þá hefðu þeir kannski átt að standa sig betur fyrir hann."

„Þeir komust í einn úrslitaleik Meistaradeildarinnar og ef þú horfir á söguna þá gekk allt þeim í hag í þeirri keppni. Þeir hafa ekki unnið titil í fimm eða sex ár með ótrúlegan leikmannahóp."

„Fólk segir að þeir þurfi betri hóp en horfðu á þá. Þeir hafa fjóra landsliðsmenn í bakvörðunum, landsliðsmenn úti um allt, enska landsliðsmenn og alls konar. Frammi eru þeir ekki í vandræðum heldur. Þeir eru að spila langt undir getu í augnablikinu."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner