Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 20. nóvember 2020 16:19
Elvar Geir Magnússon
Luka Jovic með Covid-19
Luka Jovic.
Luka Jovic.
Mynd: Getty Images
Luka Jovic, sóknarleikmaður Real Madrid, hefur greinst með Covid-19 veiruna eftir að hafa komið til baka úr landsliðsverkefni mneð Serbíu.

Hann verður því ekki með gegn Villarreal um helgina og getur ekki spilað aftur fyrr en hann fær neikvæða niðurstöðu úr skimun.

Óttast var að Jovic gæti verið með veiruna eftir að þrír leikmenn í serbneska landsliðinu greindust með hana.

Jovic skoraði tvö mörk á miðkikudaginn þegar Serbía lék gegn Rússlandi.

Hann er fjórði leikmaður Real Madrid sem fær veiruna en áður höfðu Eden Hazard, Casemiro og Eder Milita smitast en þeir hafa allir jafnað sig og snúið til æfinga að nýju.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner