Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 20. nóvember 2021 19:55
Brynjar Ingi Erluson
Enginn með fleiri stoðsendingar en Alexander-Arnold
Trent Alexander-Arnold er að eiga gott tímabil
Trent Alexander-Arnold er að eiga gott tímabil
Mynd: EPA
Trent Alexander-Arnold, leikmaður Liverpool, lagði upp tvö mörk í 4-0 sigri liðsins á Arsenal í kvöld en enginn leikmaður hefur lagt upp fleiri mörk síðustu þrjú tímabil.

Alexander-Arnold lagði upp fyrsta mark Liverpool fyrir Sadio Mane áður en hann átti sendinguna að fjórða og síðasta marki liðsins er Takumi Minamino skoraði.

Hann er nú kominn með 38 stoðsendingar frá 2018-2019 tímabilinu enginn leikmaður í úrvalsdeildinni hefur lagt upp fleiri mörk. Næsti maður er með 34 stoðsendingar og er það Kevin de Bruyne hjá Manchester City.

Alexander-Arnold hefur verið frábær í byrjun leiktíðar og er með sex stoðsendingar í deildinni á þessari leiktíð.

Metið hans eru 13 stoðsendingar en það gerði hann tímabilið 2019-2020 og virðist hann ætla að slá það nokkuð örugglega miðað við gengið á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner