Sara Björk Gunnarsdóttir var hetja Juventus í gær þegar liðið sigraði Parma í efstu deild kvenna á Ítalíu í gær.
Parma var marki yfir í hálfleik en Juventus náði að jafna metin þegar tvær mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma. Sara Björk tryggði Juventus stigin þrjú með sigurmarkinu fjórum mínútum síðar.
Hún fékk boltann inn á teignum og tók skotið viðstöðulaust og boltinn fór í stöngina og inn.
Allt varð vitlaust og Juventus liðið fagnaði sigurmarkinu af mikilli innlifun. Juventus er í 2. sæti með 20 stig eftir níu leiki, fjórum stigum á eftir toppliði Roma.
When @sarabjork18 shines bright like a 💎!#ParmaJuve pic.twitter.com/icbiMHuRgl
— Juventus Women (@JuventusFCWomen) November 19, 2022
Athugasemdir