Leao orðaður við Liverpool - Bayern lækkar verðmiðann á Coman - Nunez vildi fara í janúar
   sun 20. nóvember 2022 15:39
Brynjar Ingi Erluson
Sveindís skoraði og lagði upp í stórsigri
Íslenska landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir komst á blað í 6-0 stórsigri Wolfsburg á Nürnberg í þýska bikarnum i dag, en liðið er nú komið í 8-liða úrslit.

Sveindís var í byrjunarliði Wolfsburg í dag og lagði upp þriðja mark leiksins fyrir Ewu Pajor undir lok fyrri hálfleiks með laglegri sendingu og staðan 3-0 í hálfleik.

Wolfsburg var með öll völd á leiknum í síðari hálfleiknum og bætti við þremur til viðbótar en Sveindís gerði fimmta markið eftir hornspyrnu Lynn Wilms. Sveindís lék allan leikinn.

Þetta var þriðja mark Sveindísar á tímabilinu og er Wolfsburg nú komið áfram í 8-liða úrslit bikarsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner