Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   mán 20. nóvember 2023 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Hjörtur gæti þurft að skoða sín mál í janúar - „Virðist ætla að stóla á þá“
Hjörtur í leiknum gegn Portúgal í gær
Hjörtur í leiknum gegn Portúgal í gær
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hjörtur Hermannsson átti góðan leik með íslenska landsliðinu í 2-0 tapinu gegn Portúgal í undankeppni Evrópumótsins í gær en hann hefur lítið fengið að spila með félagsliði sínu á Ítalíu.

Árbæingurinn var í byrjunarliði B-deildarliðsins Pisa í byrjun leiktíðar en datt út eftir að hann fékk að líta rauða spjaldið í þriðja leik tímabilsins.

Síðan þá hefur hann meira og minna þurft að sitja á tréverkinu fyrir utan 45 mínútur sem hann fékk í 2-1 tapi gegn Venezia í lok október.

Íslenska landsliðið er að öllum líkindum á leið í umspil í mars og ef staða hans hjá Pisa breytist ekki gæti hann þurft að skoða markaðinn í janúar.

„Það er töluverður tími í mars og menn þurfa að huga að sinni stöðu hjá sínum félagsliðum og þar fram eftir götum og ég er engin undantekning á því. Maður þarf að komast í sitt lið og gera vel og þá erum við allir klárir í þetta í mars og það er gríðarlegur möguleiki þar. Við þurfum að vera klárir þegar að því kemur.“

„Ég er þannig gerður að ég set hausinn undir mig og held áfram að vinna. Við verðum að bíða og sjá hvort það beri einhvern ávöxt, en það fer að styttast í janúargluggann ef að svo verður ekki. Þá þurfum við líklega að skoða þau mál þegar að því kemur.“


Er þjálfarinn að treysta á aðra leikmenn?

„Það er svo einfalt. Þetta þarf ekki að vera mjög flókið, en ég veit ekki hvort það spili inn að ég er að renna út (á samningi) í sumar eða hvernig það er. Ég held að það sé meira að þjálfarinn sé búinn að finna sína menn, þó það gangi ekkert sérstaklega vel, þá virðist hann ætla að stóla á þá. Ég verð að bíða þolinmóður þangað til ég fæ tækifærið þar, eins og hér, er ég alltaf klár þegar kallið kemur,“ sagði Hjörtur um stöðuna.
Hjörtur Hermanns: Búinn að henda mínu nafni í hattinn
Athugasemdir
banner
banner