Man Utd tilbúið að hlusta á tilboð í Rashford og Martínez - Arteta vill Vlahovic - Ashworth gæti tekið til starfa hjá Arsenal
   mán 20. nóvember 2023 15:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mikil óánægja hjá West Ham með meiðsli Antonio
Michail Antonio í leik með landsliði Jamaíku.
Michail Antonio í leik með landsliði Jamaíku.
Mynd: Getty Images
Það er óttast að sóknarmaðurinn Michail Antonio hafi meiðst illa í landsleik með Jamaíku núna í landsleikjaglugganum.

Antonio er lykilmaður hjá lærisveinum Heimis Hallgrímssonar í Jamaíku en hann fór meiddur af velli í mikilvægum leik gegn Kanada á dögunum.

West Ham, félagslið Antonio, er sagt virkilega ósátt við það hvernig þessi meiðsli komu upp hjá sóknarmanninum. Það er talið að vallaraðstæður á Jamaíku hafi alls ekki verið góðar.

Samkvæmt Telegraph, þá er West Ham líka ósátt við það að Antonio hafi spilað í tíu mínútur til viðbótar eftir meiðslin.

Það er möguleiki á að tímabilið sé búið hjá Antonio en hann fer núna í frekari skoðanir hjá West Ham.
Athugasemdir
banner
banner
banner