Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
banner
   mán 20. nóvember 2023 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir það klárt mál að Palhinha fari til Bayern í janúar
Joao Palhinha.
Joao Palhinha.
Mynd: Getty Images
Portúgalski fjölmiðlamaðurinn Pedro Almeida segir að það sé klárt mál að miðjumaðurinn Joao Palhinha verði leikmaður Bayern München í janúar.

Þýska stórveldið reyndi að klófesta Palhinha síðasta sumar en það gekk ekki eftir.

Bayern var búið að ná samkomulagi við Fulham um kaupverð á Palhinha en Lundúnafélagið var ekki reiðubúið til að selja miðjumanninn án þess að krækja í annan leikmann til að fylla í skarðið.

Pierre-Emile Höjbjerg var í viðræðum við félagið en kaus að lokum að vera eftir hjá Tottenham. Því varð ekkert af skiptum Palhinha þá.

Það er búist við því að Palhinha verði keyptur til Bayern í janúar og segir Almeida það vera klárt mál.

Palhinha er 28 ára gamall og er lykilmaður í liði Fulham. Þá á hann 24 landsleiki að baki fyrir Portúgal en hann var í liðinu gegn Íslandi í gærkvöldi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner