Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
banner
   mán 20. nóvember 2023 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Undankeppni EM í dag - Ríkjandi meistarar þurfa stig til að komast áfram
Meistararnir þurfa stig gegn Úkraínu
Meistararnir þurfa stig gegn Úkraínu
Mynd: EPA
Þrjár þjóðir geta tryggt sæti sitt á lokamóti Evrópumótsins sem fer fram í Þýskalandi á næsta ári.

Englendingar eru komnir upp úr C-riðlinum en það verður annað hvort Ítalía eða Úkraína sem fylgir þeim á Evrópumótið.

Ítalía og Úkraína eru bæði með 13 stig en Ítalía hefur betur á innanbyrðisviðureignum. Úkraína þarf því sigur til að komast áfram.

Ítalía er ríkjandi Evrópumeistari.

Í E-riðli eru það Tékkar sem eru í bestu stöðunni til að fara með Albaníu á EM. Tékkar þurfa aðeins stig gegn Moldóvu.

Gríðarleg spenna er í H-riðli. Danmörk hefur þegar tryggt sæti sitt en Slóvenía og Kasakstan spila hreinan úrslitaleik um að komast á lokamótið. Slóvenía er með 19 stig í öðru sæti en Kasakstan í þriðja sæti með 18 stig.

Leikir dagsins:

C-riðill
19:45 Norður Makedónía - England
19:45 Úkraína - Ítalía

E-riðill
19:45 Tékkland - Moldova
19:45 Albanía - Færeyjar

H-riðill
19:45 Norður Írland - Danmörk
19:45 Slovenia - Kasakstan
19:45 San Marino - Finnland
Athugasemdir
banner
banner
banner