Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 20. desember 2022 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Óviss um að Newcastle geti fengið Enzo - „Fyrirgefðu Alan, ég var á hinni stöðinni"
Enzo Fernandez
Enzo Fernandez
Mynd: Getty Images
Eddie Howe, stjóri Newcastle United, segist ekki viss um að félagið geti fengið argentínska miðjumanninn Enzo Fernandez í janúarglugganum.

Enzo var einn besti maður heimsmeistaramótsins með Argentínu og valinn besti ungi leikmaðurinn.

Miðjumaðurinn er í lykilhlutverki hjá Benfica í Portúgal en verðið á honum hefur rokið upp eftir mótið og mun portúgalska félagið ekki selja hann á tombóluverði.

Benfica mun fara fram á allt að 100 milljónir punda fyrir Enzo og telur Howe ólíklegt að Newcastle geti klófest hann í janúar.

„Ég veit af Enzo og þekki hann, en ég held að verðmiðinn gæti reynst okkur erfiður,“ sagði Howe.

Alan Shearer, fyrrum framherji Newcastle og núverandi sparkspekingur á BBC sagði að félagið ætti að gera allt til að fá hann en Howe var ekki búinn að heyra af ummælum Shearer.

„Sagði Shearer að hann væri góður fyrir okkur? Þú verður að fyrirgefa mér Alan, en ég var á hinni stöðinni,“ sagði Howe sem horfði greinilega á HM á ITV.
Athugasemdir
banner
banner