Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   lau 21. janúar 2023 19:42
Brynjar Ingi Erluson
England: Pope bjargaði Newcastle í Lundúnum
Nick Pope átti svakalega vörslu þegar tuttugu mínútur voru eftir
Nick Pope átti svakalega vörslu þegar tuttugu mínútur voru eftir
Mynd: EPA
Crystal Palace 0 - 0 Newcastle

Crystal Palace og Newcastle United sættust á að deila stigunum á Selhurst Park í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Newcastle sýndi það og sannaði af hverju liðið er búið að fá á sig fæst mörk í deildinni.

Varnarleikur liðsins var agaður og átti Palace ekki skot á mark liðsins í fyrri hálfleiknum. Joelinton og Dan Burn fengu báðir góða sénsa en Vicente Guaita var öruggur í rammanum.

Í síðari hálfleik var það Newcastle sem skapaði sér færin og fékk Callum Wilson líklega besta færi liðsins er hann skallaði boltann beint í hendur Guaita.

Palace hefði getað stolið sigrinum tæpum tuttugu mínútum fyrir leikslok er Jean-Philippe Mateta átti þrumuskot í átt að marki Newcastle en Nick Pope gerði frábærlega í að verja það.

Newcastle er í 3. sæti með 39 stig á meðan Palace er í 12. sæti með 24 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner