KA tilkynnti rétt í þessu að Andri Fannar Stefánsson væri búinn að framlengja samning sinn við KA út tímabilið 2025.
Andri er 33 ára miðjumaður sem uppalinn er hjá KA. Hann hefur spilað 182 leiki í deild, bikar og Evrópu fyrir KA og skorað í þeim 12 mörk.
Hann lék sína fyrstu leiki sumarið 2008. Árið 2010 hélt hann í Val þar sem hann varð tvívegis Íslandsmeistari og tvívegis bikarmeistari. Hann sneri aftur í KA fyrir tímabilið 2019 og hefur verið þar síðan.
Andri er 33 ára miðjumaður sem uppalinn er hjá KA. Hann hefur spilað 182 leiki í deild, bikar og Evrópu fyrir KA og skorað í þeim 12 mörk.
Hann lék sína fyrstu leiki sumarið 2008. Árið 2010 hélt hann í Val þar sem hann varð tvívegis Íslandsmeistari og tvívegis bikarmeistari. Hann sneri aftur í KA fyrir tímabilið 2019 og hefur verið þar síðan.
„Það eru frábærar fréttir að við munum halda Andra áfram innan okkar raða en afar spennandi sumar er framundan hjá bikarmeisturum KA þar sem liðið tekur aftur þátt í Evrópukeppni," segir í frétt á heimasíðu KA.
Komnir
Guðjón Ernir Hrafnkelsson frá ÍBV
Ingimar Torbjörnsson Stöle frá FH (var á láni)
Ívar Arnbro Þórhallsson frá Hetti/Hugin (var á láni)
Árni Veigar Árnason frá Hetti/Hugin (var á láni)
Breki Hólm Baldursson frá Dalvík/Reyni (var á láni)
Hákon Atli Aðalsteinsson frá Dalvík/Reyni (var á láni)
Farnir
Daníel Hafsteinsson í Víking
Sveinn Margeir Hauksson í Víking
Elfar Árni Aðalsteinsson í Völsung
Harley Willard
Kristijan Jajalo
Darko Bulatovic
Athugasemdir