Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   þri 21. janúar 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jakub Moder frá Brighton til Feyenoord (Staðfest)
Mynd: Feyenoord
Miðjumaðurinn Jakub Moder er genginn til liðs við Feyenoord frá Brighton. Hann skrifar undir þriggja ára samning en hollenska liðið borgar um þrjár milljónir punda fyrir hann.

Þessi 25 ára gamli Pólverji gekk til liðs við Brighton frá Lech Poznan árið 2020 og lék 71 leik fyrir félagið og skoraði tvö mörk.

Hann hefur hins vegar ekki fengið mörg tækifæri undir stjórn Fabian Hurzeler á þessu tímabili, hann kom aðeins við sögu í fjórum leikjum í úrvalsdeildinni.

Hann vildi því fara og er mættur til Hollands þar sem hann vonast eftir fleiri tækifærum.
Athugasemdir
banner
banner