Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 21. febrúar 2020 09:30
Magnús Már Einarsson
Solskjær kvartaði yfir boltanum eftir leik
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, var óánægður með boltann sem var notaður í 1-1 jafnteflinu gegn Club Brugge í Evrópudeildinni í gær.

Í Evrópudeildinni er spilað með bolta frá Molten og Solskjær er ekki sáttur með þá.

„Þetta var erfiður leikur gegn vel skipulögðu liði við erfiðar aðstæður," sagði Solskjær.

„Þetta var ekki einn af bestu leikjum okkur og við vorum frekar slakir, það vantaði einbeitingu, aðstæðurnar, völlurinn og boltinn, gerðu líka aðstæður erfiðari."

„Boltinn er öðruvísi og það er erfitt að spila með honum en þetta var eins fyrir bæði lið. Hann er léttur - þið ættu að fá ykkur bolta og prófa."

Athugasemdir
banner
banner