sun 21. febrúar 2021 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dómari í Mexíkó kom í veg fyrir mark
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Mynd: Getty Images
Það kemur stundum fyrir að dómarar flækjast fyrir í fótboltaleikjum.

Svona yfirleitt hefur það ekki rosalega mikil áhrif, alla vega hefur það yfirleitt ekki eins mikil áhrif og í leik í Mexíkó í gær.

Cruz Azul hafði betur gegn Toluca í gærnótt, 3-2. Sigurinn hefði átt að vera stærri en dómari leiksins kom í veg fyrir það.

Atvikið gerðist í stöðunni 2-0 fyrir Cruz Azul. Dómaranum fannst það á einhvern hátt góð hugmynd að staðsetja fyrir framan markið inn í teig. Hann var akkúrat fyrir þegar Jonathan Rodriguez ætlaði sér að skora þriðja markið sitt fyrir lið.

Boltinn fór af dómaranum og aftur fyrir. Cruz Azul fékk ekki markið sitt og Toluca tókst að koma til baka og jafna leikinn. Cruz Azul tókst hins vegar að skora sigurmarkið.

Hér að neðan má sjá myndband af atvikinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner