Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 21. febrúar 2021 12:45
Aksentije Milisic
Ekki hægt að afsaka sig lengur með fjarveru van Dijk
Mynd: Getty Images
Liverpool hefur gengið hörmulega í ensku úrvalsdeildinni að undanförnu en liðið tapaði enn einum leiknum í gær þegar Everton kom í heimsókn á Anfield og vann 0-2.

Þetta var fyrsti sigur Everton á Anfield síðan árið 1999 og skoraði Gylfi Sigurðsson eitt marka þeirra bláklæddu í gær en það kom af vítapunktinum.

Liverpool hefur verið í miklum meiðslum á þessu tímabili. Hver varnarmaðurinn á fætur öðrum hefur verið að meiðast og nú er fyrirliði liðsins, Jordan Henderson, meiddur en hann spilaði í miðverðinum í gær en tognaði í læri í fyrri hálfleik.

Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður liðsins og sparkspekingur hjá Sky Sports, segir að það sé ekki hægt að afsaka sig endalaust með það að það vanti besta leikmann liðsins, Virgil van Dijk.

„Liverpool hefur verið að spila skelfilega. Öll úrslitin undanfarið hefur félagið átt skilið. Þeir geta ekki haldið áfram að segja að það vanti van Dijk. Ég er kominn með ógeð af því að segja þetta," sagði Carragher eftir tapleikinn í gær.

Liverpool er í sjötta sæti deildarinnar en liðið hefur spilað einum leik meira heldur en önnur lið í kringum það.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner