Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 21. febrúar 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óttast að Mejbri fótbrotni
Hannibal Mejbri.
Hannibal Mejbri.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Hannibal Mejbri hefur ekki mikið getað æft með aðalliði Manchester United vegna meiðsla.

Man Utd keypti þennan efnilega miðjumann frá Mónakó sumarið 2019.

Hinn 18 ára gamli Mejbri átti að koma upp í æfingahóp aðalliðsins ásamt Amad Diallo og Shola Shoretire, en hingað til hafa meiðsli verið að leika hann grátt.

Samkvæmt vefmiðlinum Goal þá hefur pirringur skapast innan herbúða Manchester United vegna þess hve litla vernd Mejbri fær frá dómurum í U23 boltanum á Englandi. Neil Wood, þjálfari U23 liðsins, óttast að franski miðjumaðurinn muni fótbrotna ef staðan breytist ekki.

„Það er brotið á honum 15 sinnum í leik og það verður að stöðva það. Annars fótbrotnar hann, eða það óttast ég," sagði Wood.
Athugasemdir
banner
banner