Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mið 21. febrúar 2024 12:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kemur ekki til greina að Klopp fari til Bayern
Mynd: Getty Images

Jurgen Klopp er harðákveðinn í því að taka sér að minnsta kosti árs frí eftir að hann hættir sem stjóri Liverpool í sumar.


Thomas Tuchel stjóri Bayern mun yfirgefa þýska félagið eftir tímabilið en árangur liðsins hefur verið afar slæmur að undanförnu og situr liðið í 2. sæti deildarinnar átta stigum á eftir Leverkusen.

Marc Kosicke umboðsmaður Klopp ítrekaði það í sambandi við Sky í Þýskalandi að hann muni ekki þjálfa á næstunni en hann hefur einnig verið orðaður við þýska landsliðið.

„Jurgen Klopp mun ekki þjálfa neitt félag eða landslið næsta árið eftir tímabilið. Sú staða er óbreytt," sagði umboðsmaðurinn hans.


Athugasemdir
banner
banner