Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 21. mars 2021 20:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Finnst „óskiljanlegt" að Ægir hafi ekki verið í myndinni hjá U21
Icelandair
Ægir Jarl Jónasson.
Ægir Jarl Jónasson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, er svekktur með það að miðjumaðurinn Ægir Jarl Jónasson hafi ekkert verið inn í myndinni hjá U21 landsliðinu.

Ægir hefði verið gjaldgengur í U21 landsliðið sem tekur þátt í riðlakeppni Evrópumótsins í vikunni en hann spilaði síðast leik með U21 landsliðinu árið 2018 á móti í Kína.

Rúnar finnst skrítið hvað Ægir hefur lítið verið inn í myndinni hjá U21 landsliðinu síðustu árin.

„Það er óskiljanlegt að hann hafi aldrei verið inn í myndinni hjá U21 landsliðinu sem er að fara út núna," sagði Rúnar í samtali við Fótbolta.net eftir 3-3 jafntefli við Val í Lengjubikarnum í gær.

„Hann er búinn gera meira en margir sem eru þar. Ég skil ekki af hverju hann er ekki þar. Þetta er leikmaður sem er 1,90 á hæð og getur hlaupið stanslaust í 90 mínútur. Hann myndi passa alveg frábærlega inn í íslenskt landslið."

„Ég er ekki alveg að skilja þetta," sagði Rúnar en allt viðtalið má sjá hér að neðan.

Hægt er að skoða hópinn hjá U21 landsliðinu með því að smella hérna.
Rúnar Kristins: Gáfum þeim öll mörkin - Ein stefna í KR
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner