
Gylfi Þór Sigurðsson hefur dregið sig úr landsliðshópnum fyrir fyrstu þrjá leikina í undankeppni HM.
Gylfi dregur sig úr hópnum af persónulegum ástæðum en hann og eiginkona hans eiga von á sínu fyrsta barni á næstunni.
Gylfi dregur sig úr hópnum af persónulegum ástæðum en hann og eiginkona hans eiga von á sínu fyrsta barni á næstunni.
Þetta eru ansi vond tíðindi fyrir íslenska liðið enda er Gylfi besti leikmaður liðsins.
Áður hafði Björn Bergmann Sigurðarson dregið sig úr hópnum. Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, valdi 25 leikmenn í hópinn sem var kynntur í síðustu viku.
Ekki er fyrirhugað að bæta við leikmönnum fyrir leikinn við Þýskaland á fimmtudag.
Hafliði Breiðfjörð er fyrir hönd Fótbolta.net í Þýskalandi og mun vonandi fá frekari upplýsingar um þessi tíðindi á næstunni.
Leikir A-landsliðsins:
FIMMTUDAGUR 25. MARS
19:45 Þýskaland - Ísland
SUNNUDAGUR 28. MARS
16:00 Armenía - Ísland
MIÐVIKUDAGUR 31. MARS
18:45 Liechtenstein - Ísland
Athugasemdir