Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   sun 21. mars 2021 09:30
Victor Pálsson
Solskjær: Evans ætti að vera leikmaður Man Utd
Ole Gunnar Solskjær hefði ekki selt Jonny Evans frá félaginu ef hann hefði verið við stjórnvölin árið 2018.

Evans var seldur frá Man Utd til West Brom árið 2015 og gekk svo í raðir Leicester þremur árum seinna.

Evans mætir sínum gömlu félögum í dag er þessi lið eigast við í enska bikarnum.

„Jonny Evans ætti að vera leikmaður Manchester United í dag, að sjálfsögðu," sagði Solskjær.

„Fótboltinn á það til að færa þig til þegar þjálfarabreytingar eiga sér stað. Ég er viss um að Jonny Evans þyki enn vænt um félagið og okkur þykir vænt um hann."

„Það er ánægjulegt að sjá hann spila vel og við verðum bara að halda áfram."
Athugasemdir
banner