Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 21. apríl 2021 07:30
Hafliði Breiðfjörð
Eigandi Liverpool biðst afsökunar - Ég brást ykkur
John Henry ásamt Tom Werner.
John Henry ásamt Tom Werner.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
„Ég vil biðja alla áhangendur og stuðningsmenn Liverpoool afsökunar á þeirri truflun sem ég olli þeim undanfarna tvo sólarhringa," segir John W. Henry eigandi Liverpool í videokveðju sem birt var á miðlum félagsins fyrir stundu.

Hann biðst þar afsökunar á því að félagið hafi tilkynnt að það væri eitt af 12 stofnfélögum í Ofurdeild Evrópu. Deildin hangir nú á bláðþræði eftir að öll 6 ensku félögin drógu sig til baka seint í gærkvöldi.

„Það þarf ekki að segja það, en verður samt að segja það, að þetta verkefni hefði aldrei geta orðið neitt án þess að stuðningsmennirnir væru sáttir við það. Það hefur enginn á Englandi haft aðra skoðun. Á þessum tveimur sólarhringum hafið þið verið skýr með að það myndi aldrei standa og við heyrðum rödd ykkar. Ég heyrði í ykkur," hélt Henry áfram.

„Ég vil líka biðja Jurgen, Billy, leikmennina og alla þá sem lögðu svo hart að sér hjá LFC til að gera stuðningsmenn okkar stolta afsökunar. Þau báru enga ábyrgð á þessari truflun. Þetta truflaði þau mest og það er ósanngjarnt. Það særir mig mest, því þau elska félagið ykkar og leggja sig fram á hverjum degi til að gera ykkur stolt. Ég veit að allt LFC teymið hefur leiðtogahæfni og ástríðu til að byggja upp traust og hjálpa okkur fram veginn."

Henry hélt svo áfram og sagði að vinnu hans og eigendanna væri ekki lokið með félagið.

„Fyrir rúmum ártug þegar við tókum á okkur þá áskorun sem fylgir fótboltanum dreymdi okkur það sem ykkur dreymir um. Við lögðum hart að okkur til að bæta félagið og vinnu okkar er ekki lokið. Ég vona að þið skiljið að jafnvel þegar við gerum mistök þá erum við að reyna að vinna að hagsmunum félagsins. Ég brást ykkur í þessu og sé eftir því. Ég er einn ábyrgur fyrir þessari ónauðsynlegu neikvæðu uppákomu undanfarna daga. Ég mun aldrei gleyma því og þetta sýnir valdið sem stuðningsmenn hafa og munu halda áfram að hafa."

Hægt er að sjá alla ræðu Henry í myndbandinu hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner