Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   sun 21. apríl 2024 19:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Klopp: Heldur þú að Man City sé ekki alveg sama?
Mynd: Getty Images

Liverpool vann gríðarlega mikilvægan sigur á Fulham í dag. Jurgen Klopp stjóri liðsins var í skýjunum þegar Sky Sports ræddi við hann eftir leikinn.


„Við höfum unnið tvo leiki í röð á útvelli, get ég beðið um meira? Fyrir utan síðustu tíu mínúturnar í fyrri hálfleik spiluðum við frábærlega. Í sögulegu samhengi höfum við verið í miklum vandræðum hérna. Við gerðum mun betur í dag. Það er lang mikilvægast að skora mörk," sagði Klopp.

Liverpool er í 2. sæti með jafnmörg stig og topplið Arsenal. Man City er stigi á eftir og á leik til góða. Klopp var spurður að því hversu mikilvægt það væri að vinna þegar City á eftir að spila.

„Ég skil þessa pælingu en heldur þú að Man City sé ekki alveg sama? Mér er alveg sama. Við einbeitum okkur af okkur sjálfum. Ég ræði það sem ég held að hjálpi, ég er ekki viss um að þetta hjálpi. Við spilum næst við Everton sem er ekki venjulegur leikur. Það verður snúið en við munum gefa allt í það," sagði Klopp.


Athugasemdir
banner
banner
banner