Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   sun 21. apríl 2024 10:47
Brynjar Ingi Erluson
Real Madrid leiðir kapphlaupið um Bernardo - Gravenberch til Tyrklands?
Powerade
Bernardo Silva á leið til Spánar?
Bernardo Silva á leið til Spánar?
Mynd: Getty Images
Fer Gravenberch til Tyrklands?
Fer Gravenberch til Tyrklands?
Mynd: EPA
Það eru áhugaverðir molar í slúðurpakka dagsins þar sem Bernardo Silva er sagður á leið til Spánar og Ryan Gravenberch orðaður við tyrknesku úrvalsdeildina.

Real Madrid er að leiða kapphlaupið um Bernardo Silva (29), leikmann Manchester City. (Star)

Barcelona ætlar að berjast við Real Madrid um Silva, en hann er efstur á blaði hjá Joan Laporta, forseta Börsunga. (Sport)

Atlético Madríd ætlar að framlengja samning Antoine Griezmann (33). Núgildandi samningur kappans rennur út árið 2026. (Rudy Galetti)

Barcelona vill fá Dani Olmo (25), leikmann RB Leipzig, aftur til félagsins, en Olmo kemur úr La Masia-akademíunni. Olmo er með 60 milljóna evra kaupákvæði í samningi sínum. (Mundo Deportivo)

Aaron Ramsdale (25), markvörður Arsenal, er á blaði hjá Wolves, sem gæti reynt að selja Jose Sá (31), til Sádi-Arabíu í sumar. (Sun)

Borussia Dortmund er í viðræðum um að framlengja samning Mats Hummels (36). (Fabrizio Romano)

Tyrkneska félagið Galatasaray ætlar að leggja fram tilboð í Ryan Gravenberch (21), miðjumann Liverpool, í sumar. (Fotomac)

Manchester United og Arsenal ætla að berjast við AC Milan um hollenska framherjann Joshua Zirkzee (22), sem er á mála hjá Bologna. (Gazzetta)

Nacho Fernandez (34), varnarmaður Real Madrid, hefur ákveðið að yfirgefa félagið í sumar, en hann er að íhuga það að fara til Bandaríkjanna. (Marca)

Manchester United, Juventus og Inter Milan hafa öll áhuga á Nacho. (Fichajes)

Portúgalski miðjumaðurinn Fabio Carvalho (21) ætlar að vera áfram hjá Liverpool og berjast fyrir sæti sínu á næstu leiktíð undir nýjum stjóra, þrátt fyrir áhuga Hull, en hann er á láni hjá enska B-deildarliðinu. (Football Insider)

PSG hefur áhyggjur af því að brjóta fjárhagsreglur UEFA og mun því ekki leggja fram tilboð í Frenkie de Jong (26), miðjumann Barcelona, í sumar. (Sport)
Athugasemdir
banner
banner
banner