KR varð fyrir áfalli í leiknum gegn Fram í gær þegar Jóhannes Kristinn Bjarnason, hægri bakvörður liðsins, meiddist. Jói var borinn af velli og kom í ljós í kjölfarið að hann er fótbrotinn og verður frá næstu þrjá mánuðina.
Rúrik Gunnarsson kom inn á í stað Jóa og kláraði leikinn í bakverðinum. Rúrik er fæddur árið 2005, líkt og Jói, og var að spila sinn þriðja leik í efstu deild.
Rúrik Gunnarsson kom inn á í stað Jóa og kláraði leikinn í bakverðinum. Rúrik er fæddur árið 2005, líkt og Jói, og var að spila sinn þriðja leik í efstu deild.
Það þykir ekki ólíklegt að KR skoði markaðinn og kanni hvort að einhver hægri bakvörður sé á lausu.
Eins og sjá má hér að ofan fjallaði Fótbolti.net fyrir helgi um þá leikmenn sem hafa ekkert spilað í Íslandsmótinu til þessa.
Einn þeirra er hægri bakvörðurinn Hörður Ingi Gunnarsson sem hefur ekki verið í hópnum hjá FH í upphafi móts. Hörður meiddist í vetur, braut völubein, en er kominn til baka.
„Höddi er búinn að æfa í einhvern tíma. Það er samkeppni um stöðu í liðinu og hópnum hjá okkur sem er vel," sagði Davíð Þór Viðarsson yfirmaður fótboltamála hjá FH við Fótbolta.net í síðustu viku.
Ástbjörn Þórðarson hefur leyst stöðu hægri bakvarðar hjá FH í byrjun móts og skoraði hann fyrra mark FH í sigrinum gegn HK í gær.
Hörður er fæddur árið 1998 og sneri aftur til FH frá Sogndal fyrir síðasta tímabil. Hann lék í fyrstu leikjum FH á tímabilinu en varð svo fyrir meiðslum sem héldu honum frá vellinum. Hörður er samningsbundinn FH út tímabilið 2025. Hann á að baki tvo A-landsleiki.
Athugasemdir