Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   mán 22. janúar 2024 11:45
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Guy Smit og Ástbjörn orðaðir við KR
Guy Smit.
Guy Smit.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í útvarpsþættinum Fótbolti.net um helgina var rætt um frekari styrkingar hjá KR. KR-ingar fengu inn Aron Sigurðarson og Alex Þór Hauksson með stuttu millibili og voru orðaðir við fleiri leikmenn sem spila erlendis.

Þau nöfn sem heyrðust hins vegar voru af leikmönnum sem spiluðu í Bestu deildinni 2022. Guy Smit lék á láni hjá ÍBV frá Val á síðasta tímabili og í kjölfarið rann samningur hans við Val út og er hann í dag samningslaus.

Markvörðurinn var orðaður við félagið í þættinum. Smit er 27 ára Hollendingur sem kom fyrst til Íslands árið 2020 og lék þá með Leikni. Eftir tímabilið 2021 gekk hann í raðir Vals.

Hinn leikmaðurinn er Ástbjörn Þórðarson sem spilar með FH. Ástbjörn er hægri bakvörður sem uppalinn er í KR. Ástbjörn er 24 ára og er samningsbundinn út árið. Hann var keyptur til FH snemma árs 2022 frá Keflavík. Ástbjörn á að baki ellefu deildarleiki með KR.

Sigurpáll Sören Ingólfsson (2003) hefur varið mark KR á undirbúningstímabilinu og Rúrik Gunnarsson (2005) byrjaði í hægri bakverði gegn Val í Reykjavíkurmótinu.
Útvarpsþátturinn - Fréttavikan og formannsslagur
Athugasemdir
banner
banner
banner