Tiindastóll tapaði gegn Þór/KA í 2. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld eftiir að hafa komist yfir snemma leiks. Fótbolti.net ræddi við Halldór Jón Sigurðsson, Donna, þjálfara Tindastóls, eftir leikinn.
Lestu um leikinn: Þór/KA 2 - 1 Tindastóll
„Við getum verið svekkt með það að tapa. Mér fannst við alls ekki eiga það skilið. Við förum illa með tvö dauðafæri, bæði í stöðunni 1-0 og 1-1. Við áttum að vinna þennan leik einfaldara verður það ekki," sagði Donni.
„Við erum að koma okkur í þessi færi og það er líka frábært. Ég er stoltur af stelpunum, frábært vinnuframlag, ef við höldum svona áfram eigum við eftir að fá fullt af stigum."
Bríet Jóhannsdóttir skoraði sigurmarkið fyrir Þór/KA undir lok leiksins boltinn endaði í netinu eftir fyrirgjöf frá henni.
„Hún átti ekkert að skora, hún ætlaði að senda fyrir, þetta er bara óvart. Frekar slök sending sem endar í markinu á fjær, það gerist. Alls ekki verðskuldað, mér fannst við vera með þennan leik og 1-1 hefði verið allt í lagi úr því sem komið var," sagði Donni.
Athugasemdir