Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   fim 21. maí 2020 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man City vildi ekki kaupa Van Dijk
Ronny Deila, Norðmaður sem þjálfaði eitt sinn skoska félagið Celtic, segir að Manchester City hafi ekki viljað kaupa miðvörðinn Virgil Van Dijk fyrir nokkrum árum.

Van Dijk er í dag besti miðvörður ensku úrvalsdeildarinnar, en hann leikur með Liverpool.

Hollendingurinn kom fyrst til Bretlandseyja árið 2013 þegar hann gekk í raðir Celtic. Hann spilaði tvö ár þar áður en hann fór í ensku úrvalsdeildina. Hann samdi við Southampton og var þar þangað til í janúar 2018, en þá borgaði Liverpool 75 milljónir punda fyrir hann.

Mörg félög sjá örugglega eftir því að hafa ekki keypt Van Dijk fyrir nokkrum árum og þar á meðal er væntanlega Manchester City.

„Ég sagði Manchester City að þeir þyrftu að taka hann. Þeir sögðu: 'Allt í lagi, segðu mér frá besta Evrópuleik sem hann hefur spilað og við horfum á hann'."

„Ég gat ekki svarað því vegna þess að hann hafði ekki spilað neinn sérstaklega góðan Evrópuleik. Hann bar af í Skotlandi, en va rekinn af velli í Evrópuleik gegn Inter. Ef hann hefði spilað frábærlega í þeim leik þá hefði hann verið keyptur frá okkur," segir Deila.
Athugasemdir