fös 21. maí 2021 12:30
Elvar Geir Magnússon
Barcelona beinir sjónum sínum að Pau Torres
Pau Torres.
Pau Torres.
Mynd: Getty Images
Barcelona er að vinna að endurnýjun leikmannahópsins og segir Mundo Deportivo að félagið hafi beint sjónum sínum að varnarmanninum Pau Torres hjá Villarreal.

Barcelona er að fá Eric Garcia frá Manchester City en félagið vill einnig fá vinstri fótar miðvörð til að spila við hlið hans í framtíðinni og þar er Pau númer eitt á óskalistanum.

Pau hefur hlotið lof fyrir frammistöðu sína með Villarreal, uppeldisfélagi sínu, undanfarin tvö ár en hann gæti byrjað með spænska landsliðinu á EM 2020 við hlið fyrirliðans Sergio Ramos.

Luis Enrique, landsliðsþálfari Spánar, hefur ekki farið leynt með aðdáun sína á þessum 24 ára leikmanni.

Barcelona er hrifið af því hvernig hann ber boltann úr varnarlínunni og hversu öruggur hann er og öflugur í návígjum.

Samningur hans við Villarreal er til 2024 og er með 60 milljóna evra riftunarákvæði.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner