Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
banner
   fös 21. maí 2021 14:30
Elvar Geir Magnússon
Tvöfalt fleiri áhorfendur leyfðir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er allt að koma," sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra eftir fund ríkisstjórnarinnar í morgun en ný reglugerð tekur gildi á þriðjudag.

Þá mega 300 áhorfendur vera í hverju sóttvarnahólfi, í stað 150 áður, á íþróttakappleikjum á Íslandi. Ljóst er að þessi breyting er stórt skref fyrir íslensk fótboltafélög.

Börn fædd árið 2015 og síðar teljast ekki með, samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra.

Grímuskylda mun áfram gilda á íþróttaviðburðum og gilda sömu reglur um þá og aðra viðburði þar sem áhorfendur sitja í númeruðum sætum. Veitingasala í hálfleik verður leyfð.
Athugasemdir
banner
banner