Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mán 21. júní 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nýliðarnir spiluðu ekki - „Örugglega mjög svekkjandi"
Icelandair
Kristín Dís hér lengst til vinstri.
Kristín Dís hér lengst til vinstri.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska kvennalandsliðið spilaði tvo vináttulandsleiki gegn Írlandi á dögunum. Okkar stelpur unnu báða leikina, þann fyrri 3-2 og þann seinni með tveimur mörkum gegn engu.

Í íslenska hópnum komu allir leikmenn liðsins við sögu, nema tvær. Kristín Dís Árnadóttir og markvörðurinn Auður Scheving fengu ekki að spreyta sig.

„Ég held að það sé pínu svekkjandi sko," sagði Sæbjörn Þór Steinke í Heimavellinum.

„Þegar þetta eru tveir æfingaleikir, þá er það örugglega mjög svekkjandi. Maður getur alveg sett spurningamerki við það. Kristín Dís er rosalega flottur varnarmaður. Kannski segir það okkur það að Steini sé ákveðinn í þessum stöðum," sagði Aníta Lísa Svansdóttir.

Kristín Dís og Auður voru báðar nýliðar en þær þurfa að bíða lengur eftir fyrsta A-landsleiknum.

Hægt er að hlusta á allan Heimavöllinn hér að neðan.
Heimavöllurinn: Írskir dagar og þriðjungsuppgjör á Maxinu
Athugasemdir