Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 21. júní 2022 20:45
Ívan Guðjón Baldursson
3. deild: Víðir tók toppsætið af Dalvík/Reyni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Víðir Garði

Víðir 2 - 1 Dalvík/Reynir
1-0 Cristovao A. F. Da S. Martins ('17)
1-1 Jóhann Örn Sigurjónsson ('38)
2-1 Ísak Andri Maronsson Olsen ('59, sjálfsmark)
Rautt spjald: Halldór Jóhannesson, Dalvík ('96)


Víðir tók á móti Dalvíki/Reyni í eina leik kvöldsins í 3. deild. Liðin mættust í spennandi toppslag þar sem Cristovao Martins kom heimamönnum yfir eftir rétt rúmann stundarfjórðung í Garði.

Jóhann Örn Sigurjónsson leikinn undir lok fyrri hálfleiks og var staðan því jöfn í leikhlé, 1-1, og áfram tvö stig sem skildu liðin að á toppi deildarinnar.

Víðismenn tóku forystuna á nýjan leik snemma í síðari hálfleik þegar Ísak Andri Maronsson Olsen varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net.

Dalvíkingar reyndu að jafna leikinn en það tókst ekki þrátt fyrir fínar tilraunir. 

Víðir er á toppi 3. deildar eftir sigurinn, einu stigi fyrir ofan Dalvíkinga. 

KFG getur tekið toppsætið með sigri gegn KFS í Vestamannaeyjum um helgina.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner