Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   þri 21. júní 2022 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Grétar og Kristinn glíma við hnémeiðsli - Missa af leiknum gegn Blikum
Kristinn Jónsson
Kristinn Jónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grétar Snær Gunnarsson, leikmaður KR, þurfti að fara af velli í fyrri hálfleik gegn Stjörnunni í gær. Inná kom Kristinn Jónsson en hann þurfti að fara af velli í seinni hálfleik.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  1 KR

„Grétar er slæmur í hnénu og sama á við um Kristin Jónsson. Kristinn fékk svakalegan slink á hnéð og við höfum áhyggjur af þeim tveimur," sagði Rúnar í viðtali eftir leik í gær.

„Þeir verða pottþétt ekki klárir á fimmtudaginn þegar við eigum leik við Breiðablik á útivelli. Vonandi að þetta sé ekki alvarlegt og að þeir verði klárir í næsta leik þar á eftir - eða sem fyrst," sagði Rúnar.

Leikur Breiðabliks og KR fer fram á fimmtudag en um færðan leik er að ræða. Þessi lið taka þátt í Sambandsdeild Evrópu og er leiknum flýtt svo liðin fái smá andrými í kringum Evrópuleikina.
Rúnar Kristins: Þeir voru að reyna vinna leikinn á okkar mistökum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner