Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 21. júní 2022 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Inter hækkar tilboð sitt í Lukaku
Mynd: EPA
Ítalski fjölmiðlamaðurinn Gianluca Di Marzio hjá Sky á Ítalíu sagði frá því í gærkvöldi að Inter hefði lagt fram nýtt lánstilboð í Romelu Lukaku.

Inter hefur nú boðið 4,3 milljónir punda til þess að fá Lukaku á láni frá Chelsea út komandi tímabili. Ofan á það býður ítalska félagið sex milljónir punda í árangurstengdum greiðslum.

Chelsea vill vera öruggt um að fá ríflega 8,5 milljónir punda frá Inter og að ítalska félagið greiði Belganum öll laun á meðan lánssamningnum stendur.

Lukaku varð ítalskur meistari með Inter vorið 2021 og var svo keyptur til Chelsea á 97,5 milljónir punda síðasta sumar. Þar gengu hlutirnir ekki upp og sækist hann nú eftir því að komast aftur til Ítalíu.
Athugasemdir
banner
banner