Man Utd gæti gert tilboð í Hjulmand - Tottenham ætlar að fá Eze - Fulham sýnir Höjlund áhuga
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
   mið 21. júní 2023 21:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Selfoss
Kristján svekktur: Lítill talandi og lítil hvatning
Er Íslandsmeistaratitillinn farinn?
Kvenaboltinn
Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar.
Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum mest svekkt með það hvað við vorum dauft lið inn á vellinum," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 2-1 tap gegn botnliði Selfoss í Bestu deild kvenna í kvöld.

„Það var lítill talandi og lítil hvatning, og einnig færðist boltinn mjög hægt inn á vellinum."

Lestu um leikinn: Selfoss 2 -  1 Stjarnan

Er einhver ástæða fyrir þessum daufleika?

„Ég get ekki alveg svarað fyrir það af hverju við vorum ekki meira peppað lið inn í leikinn. En það var erfitt að spila á vellinum, upp á að reyna að spila hratt. Þess vegna voru spilkaflarnir ekki fleiri og betri. Varðandi hausinn, þá er eitthvað sem við náum ekki að gíra okkur upp í," segir Kristján.

„Við öll sem erum í þessu, við berum ábyrgð á þessu. Auðvitað eigum við að vera gíraðari í þetta verkefni, miklu tilbúnari. Ég veit ekki hvað það er sem hefur áhrif."

Stjarnan skoraði 45 mörk í fyrrasumar, en hefur aðeins gert níu mörk í fyrstu níu leikjunum í sumar.

„Það eru ekki alveg sömu leikmenn sem eru að spila, bæði frá upphafi móts og svo núna. Það er fyrst og fremst það. Það koma öðruvísi hlaup og öðruvísi taktur. Með nýjum leikmönnum og aðeins breyttri uppstillingu koma öðruvísi hlaup og öðruvísi týpur af leikmönnum inn í liðið. Það hefur breyst aðeins hvernig við erum að spila en það á að vera að gefa meira en það er að gefa núna. Það hefur gert það inn á milli, en ekki nægilega stöðugt."

Stjörnunni var spáð Íslandsmeistaratitlinum fyrir tímabilið, en liðið hefur alls ekki verið að spila þannig.

„Við vitum hvað þarf til að vinna leiki og vera gott lið. Við þurfum að vera duglegri að minna okkur á hvað við þurfum að gera til að vinna leikina. Við þurfum að mæta tilbúnari og vilja vinna öll verkefni. Það er ekki áskrift að neinum sigrum, þú þarft að hafa fyrir þessu öllu saman," sagði Kristján en er Íslandsmeistaratitillinn farinn?

„Eins og staðan er núna erum við fjórum leikjum frá efsta sætinu. Það er töluvert mikið. Það fjarlægist en á meðan það er tölfræðilegur möguleiki að við getum farið þarna upp þá stefnum við á það. Við þurfum nánast að vinna hvern einasta leik sem eftir er miðað við hvernig deildin hefur spilast."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner