West Ham í viðræðum um Kante - Tottenham hefur áhuga á miðjumanni Man Utd - Fulham vill Andre
   fös 21. júní 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Dregið í 16-liða úrslit Fótbolti.net bikarsins í dag
Úrslitaleikurinn verður á Laugardalsvelli.
Úrslitaleikurinn verður á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

32-liða úrslitunum í Fótbolti.net bikarnum lauk í vikunni og því er ljóst hvað lið verða í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslitin í hádeginu í dag, föstudag.

Drátturinn hefst kl. 12:00 og verður hann í beinni textalýsingu hjá okkur og beinni sjónvarpsútsendingu á síðu KSÍ hjá Sjónvarpi Símans. Áætlað er að leikirnir í 16-liða úrslitum fari fram 17. júlí.

Öll liðin tóku þátt í 32-liða úrslitunum nema Víkingur Ólafsvík sem fór sjálfkrafa áfram þar sem Kormákur/Hvöt gaf leikinn og dró sig úr keppninni.


Liðin sem verða í pottinum

2. deild
KFA
KF
Völsungur
KFG
Haukar
Selfoss
Víkingur Ó.

3. deild
Kári
Vængir Júpíters
Augnablik
Árbær
Magni
KFK

4. deild
Tindastóll
KH
Ýmir
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner