Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
   fös 21. júní 2024 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Foderingham í læknisskoðun - Trott mun berjast við Rúnar Alex
Mynd: Getty Images
Mynd: West Ham
West Ham United er svo gott sem búið að ganga frá samningsmálum við markvörðinn Wes Foderingham sem kemur á frjálsri sölu eftir þrjú ár sem aðalmarkvörður Sheffield United. Hann á aðeins eftir að standast læknisskoðun áður en hann verður tilkynntur sem nýr leikmaður West Ham.

Foderingham er 33 ára gamall og lék 12 leiki fyrir yngri landslið Englands, en fékk aldrei tækifærið með A-liðinu. Hann mun berjast við Alphonse Areola um byrjunarliðssæti hjá West Ham og þá er Lukasz Fabianski einnig í leikmannahópinum, en hann er orðinn 39 ára gamall.

Foderingham var hjá Swindon Town og Rangers áður en hann gekk til liðs við Sheffield, en hann ólst upp hjá Fulham og þótti gríðarlega mikið efni á sínum yngri árum.

West Ham hefur þá samþykkt að senda Nathan Trott til FC Kaupmannahafnar á lánssamningi, þar sem hann mun berjast við Rúnar Alex Rúnarsson um byrjunarliðsstöðuna.

Trott hefur varið mark Vejle síðustu tvö ár á lánssamningi frá West Ham og staðið sig gríðarlega vel.

Hann er metinn á tæpar 15 milljónir punda og verður áhugavert að fylgjast með byrjunarliðsbaráttunni á milli stanga FCK á komandi leiktíð.

Trott er 25 ára og lék 6 leiki fyrir U20 landslið Englands á sínum tíma.
Athugasemdir
banner
banner
banner