Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   sun 21. júlí 2024 15:06
Sölvi Haraldsson
Brynjar Kristmunds: Bað um smá ástríðu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég er himinlifandi. Þetta eru viðbrögðin sem ég vildi fá frá liðinu eftir svekkjandi úrslit í seinustu tveimur leikjum. Ég bað um smá ástríðu, strákarnir voru bara frábærir í dag.“ sagði Brynjar Kristmundsson, þjálfari Víkings Ólafsvíkur, eftir 2-0 sigur á KFA í dag í Ólafsvík.


Lestu um leikinn: Víkingur Ó. 2 -  0 KFA

Brynjar var mjög ánægður með svarið hjá hans mönnum í dag eftir tvo erfiða leiki.

Ég talaði um það eftir seinasta leik að andstæðingurinn væri gjörsamlega búinn á því undir lok leiks að berjast og verjast fyrir lífi sínu. Það var það sem við gerðum í dag. Mér leið bara vel í þessari stöðu. Þeir voru ekki að ógna okkur og það er bara vinnan sem strákarnir lögðu í þetta.

Björn Axel gerði mjög vel í dag að skora eitt og leggja upp eitt.

Hann var stórkostlegur í dag ásamt öllum öðrum og gerir þetta virkilega vel. Þetta hlaup í öðru markinu, snertingin hjá Gary líka svo vorum við með hlaup báðum meginn, þetta er það sem við viljum sjá. Við þurfum að vilja að skora mörk. Þegar Eyþór skorar markið var Luis í hlaupi hinum meginn, þetta er bara ástríða, að vilja að skora mörkin.“

Hvað gefur þessi sigur Ólsurum?

Hann gefur okkur sjálfstraust og þessi þrjú stig. Núna er bara annar massívur leikur næst á föstudaginn gegn Þrótti Vogum sem verður erfiður. Okkur hefur ekki verið að ganga vel á útivelli og hvað þá á grasi. Við þurfum að kafa djúpt í vikunni og undirbúa okkur fyrir þann leik.

Brynjar segir að 2. deildin sé jöfn og að það sé lítið svigrúm fyrir mistök.

Þetta er algjör barátta. Við, KFA, Selfoss, Völsungur líka. Það eru öll lið að taka stig af hvoru öðru og það er ekki mikið svigrúm til að misstiga sig í þessu. Þetta er bara barátta fram í lokaumferðina og við ætlum okkur að vera þar.“ sagði Brynjar Kristmundsson, þjálfari Víkings Ólafsvíkur, að lokum.

Viðtalið við Brynjar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner