Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   sun 21. júlí 2024 15:06
Sölvi Haraldsson
Brynjar Kristmunds: Bað um smá ástríðu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég er himinlifandi. Þetta eru viðbrögðin sem ég vildi fá frá liðinu eftir svekkjandi úrslit í seinustu tveimur leikjum. Ég bað um smá ástríðu, strákarnir voru bara frábærir í dag.“ sagði Brynjar Kristmundsson, þjálfari Víkings Ólafsvíkur, eftir 2-0 sigur á KFA í dag í Ólafsvík.


Lestu um leikinn: Víkingur Ó. 2 -  0 KFA

Brynjar var mjög ánægður með svarið hjá hans mönnum í dag eftir tvo erfiða leiki.

Ég talaði um það eftir seinasta leik að andstæðingurinn væri gjörsamlega búinn á því undir lok leiks að berjast og verjast fyrir lífi sínu. Það var það sem við gerðum í dag. Mér leið bara vel í þessari stöðu. Þeir voru ekki að ógna okkur og það er bara vinnan sem strákarnir lögðu í þetta.

Björn Axel gerði mjög vel í dag að skora eitt og leggja upp eitt.

Hann var stórkostlegur í dag ásamt öllum öðrum og gerir þetta virkilega vel. Þetta hlaup í öðru markinu, snertingin hjá Gary líka svo vorum við með hlaup báðum meginn, þetta er það sem við viljum sjá. Við þurfum að vilja að skora mörk. Þegar Eyþór skorar markið var Luis í hlaupi hinum meginn, þetta er bara ástríða, að vilja að skora mörkin.“

Hvað gefur þessi sigur Ólsurum?

Hann gefur okkur sjálfstraust og þessi þrjú stig. Núna er bara annar massívur leikur næst á föstudaginn gegn Þrótti Vogum sem verður erfiður. Okkur hefur ekki verið að ganga vel á útivelli og hvað þá á grasi. Við þurfum að kafa djúpt í vikunni og undirbúa okkur fyrir þann leik.

Brynjar segir að 2. deildin sé jöfn og að það sé lítið svigrúm fyrir mistök.

Þetta er algjör barátta. Við, KFA, Selfoss, Völsungur líka. Það eru öll lið að taka stig af hvoru öðru og það er ekki mikið svigrúm til að misstiga sig í þessu. Þetta er bara barátta fram í lokaumferðina og við ætlum okkur að vera þar.“ sagði Brynjar Kristmundsson, þjálfari Víkings Ólafsvíkur, að lokum.

Viðtalið við Brynjar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner