Salah vill framlengja við Liverpool - Al-Nassr vill fá Kovacic - Man Utd og Newcastle enn með í baráttunni um Rabiot
Leikdagurinn – Viktor Jónsson
Stefán Teitur: Tók stutta ræðu og svo var hann bara farinn
Róbert Orri: Var orðinn ágætlega þreyttur á að vera í Montreal
Anton Logi: Svekkjandi að missa Óskar
Nik um Sporting: Verður erfiðasti leikur tímabilsins
Ólafur Ingi: Væri skrítið að vera sáttur við að vera ekki í hópnum
Skoraði þrennu í Meistaradeildinni: Búin að bíða eftir þessu lengi
Eggert Aron: Ég sé ekki eftir neinu
Willum: Ótrúlega skemmtilegt að við höfum báðir náð svona langt
Ísak: Fylgist með þeim og langar að komast inn í þessa stöðu
Andri Lucas: Fótboltinn getur verið geggjaður og þetta er dæmi um það
Jón Dagur spenntur fyrir nýjum kafla: Hertha það eina sem ég vildi gera
Gylfi: Draumurinn að enda á stórmóti með Íslandi
Orri Steinn um verðmiðann: Í enda dagsins er þetta bara hluti af fótboltanum
Jóhannes Karl: Fótbolti snýst bara um þessu litlu móment og þær nýta sín móment
Tinna Harðars: Það er geggjað að koma aftur inn á völlinn og geta hjálpað liðinu eins og ég gerði
Gunnar Magnús afar sáttur: Þessar stelpur þær hætta ekkert
Toddi: Þetta mun breyta öllu
Bjarni Ben: Ætlum ekki að gefa afslátt þó að við förum ekki út í ítrustu hugmyndir
Þorsteinn Aron: Fyrsta skipti sem við höldum hreinu í meira en ár
   sun 21. júlí 2024 15:06
Sölvi Haraldsson
Brynjar Kristmunds: Bað um smá ástríðu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég er himinlifandi. Þetta eru viðbrögðin sem ég vildi fá frá liðinu eftir svekkjandi úrslit í seinustu tveimur leikjum. Ég bað um smá ástríðu, strákarnir voru bara frábærir í dag.“ sagði Brynjar Kristmundsson, þjálfari Víkings Ólafsvíkur, eftir 2-0 sigur á KFA í dag í Ólafsvík.


Lestu um leikinn: Víkingur Ó. 2 -  0 KFA

Brynjar var mjög ánægður með svarið hjá hans mönnum í dag eftir tvo erfiða leiki.

Ég talaði um það eftir seinasta leik að andstæðingurinn væri gjörsamlega búinn á því undir lok leiks að berjast og verjast fyrir lífi sínu. Það var það sem við gerðum í dag. Mér leið bara vel í þessari stöðu. Þeir voru ekki að ógna okkur og það er bara vinnan sem strákarnir lögðu í þetta.

Björn Axel gerði mjög vel í dag að skora eitt og leggja upp eitt.

Hann var stórkostlegur í dag ásamt öllum öðrum og gerir þetta virkilega vel. Þetta hlaup í öðru markinu, snertingin hjá Gary líka svo vorum við með hlaup báðum meginn, þetta er það sem við viljum sjá. Við þurfum að vilja að skora mörk. Þegar Eyþór skorar markið var Luis í hlaupi hinum meginn, þetta er bara ástríða, að vilja að skora mörkin.“

Hvað gefur þessi sigur Ólsurum?

Hann gefur okkur sjálfstraust og þessi þrjú stig. Núna er bara annar massívur leikur næst á föstudaginn gegn Þrótti Vogum sem verður erfiður. Okkur hefur ekki verið að ganga vel á útivelli og hvað þá á grasi. Við þurfum að kafa djúpt í vikunni og undirbúa okkur fyrir þann leik.

Brynjar segir að 2. deildin sé jöfn og að það sé lítið svigrúm fyrir mistök.

Þetta er algjör barátta. Við, KFA, Selfoss, Völsungur líka. Það eru öll lið að taka stig af hvoru öðru og það er ekki mikið svigrúm til að misstiga sig í þessu. Þetta er bara barátta fram í lokaumferðina og við ætlum okkur að vera þar.“ sagði Brynjar Kristmundsson, þjálfari Víkings Ólafsvíkur, að lokum.

Viðtalið við Brynjar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner