Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   sun 21. júlí 2024 19:39
Halldór Gauti Tryggvason
Donni um nýjan leikmann: Erum bara að bíða eftir leikheimild
Kvenaboltinn
Halldór Jón, þjálfari Tindastóls
Halldór Jón, þjálfari Tindastóls
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Varnarleikurinn í seinni hálfleik klikkaði, það er ekkert flóknara en það. Vorum barar lélegar varnarlega í seinni hálfleik sérstaklega. Fyrri hálfleikurinn var góður var mjög ánægður með heildarframmistöðu liðsins í fyrri hálfleik.“ sagði Halldór Jón, þjálfari Tindastóls aðspurður um hvað hefði klikkað gegn Fylki í dag.


Lestu um leikinn: Fylkir 4 -  1 Tindastóll

„Seinni hálfleikurinn var bara dapur að okkar hálfu og voru Fylkir bara að sama skapi góðar, örugglega þeirra besti hálfleikur bara í sumar og að sama skapi okkar sá lélegasti í sumar.“

„Örugglega þeirra langbesti seinni hálfleikur og að sama skapi okkar daprasti, stundum er þetta bara svona og datt svona skemmtilega illa fyrir okkur að þetta skyldi lenda svona illa í dag að því að þetta var leikur sem við ætluðum alls ekki að tapa.“

Nú er félagaskiptaglugginn opinn, má búast við fleiri nýjum andlitum hjá Stólunum?„Já erum búin að fá annan leikmann líka sem heitir Elise og erum bara að bíða eftir leikheimild fyrir hana vonandi gengur það eftir fyrir næsta leik sem er nú stutt í og ég bara vona að við getum bætt við kannski einum leikmanni í viðbót.”

Hvernig leggst restin af sumrinu í Tindastól? „Bara gríðarlega vel. Við gerðum þetta í fyrra líka og gerðum það vel, gerðum það með stæl. Við höfum ekki verið í botnsætinu hingað til á þessu tímabili sama skapi ekki í fyrra. Við erum bara brött og ánægð með það sem við höfum gert hingað til.”

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner