„Varnarleikurinn í seinni hálfleik klikkaði, það er ekkert flóknara en það. Vorum barar lélegar varnarlega í seinni hálfleik sérstaklega. Fyrri hálfleikurinn var góður var mjög ánægður með heildarframmistöðu liðsins í fyrri hálfleik.“ sagði Halldór Jón, þjálfari Tindastóls aðspurður um hvað hefði klikkað gegn Fylki í dag.
Lestu um leikinn: Fylkir 4 - 1 Tindastóll
„Seinni hálfleikurinn var bara dapur að okkar hálfu og voru Fylkir bara að sama skapi góðar, örugglega þeirra besti hálfleikur bara í sumar og að sama skapi okkar sá lélegasti í sumar.“
„Örugglega þeirra langbesti seinni hálfleikur og að sama skapi okkar daprasti, stundum er þetta bara svona og datt svona skemmtilega illa fyrir okkur að þetta skyldi lenda svona illa í dag að því að þetta var leikur sem við ætluðum alls ekki að tapa.“
Nú er félagaskiptaglugginn opinn, má búast við fleiri nýjum andlitum hjá Stólunum?„Já erum búin að fá annan leikmann líka sem heitir Elise og erum bara að bíða eftir leikheimild fyrir hana vonandi gengur það eftir fyrir næsta leik sem er nú stutt í og ég bara vona að við getum bætt við kannski einum leikmanni í viðbót.”
Hvernig leggst restin af sumrinu í Tindastól? „Bara gríðarlega vel. Við gerðum þetta í fyrra líka og gerðum það vel, gerðum það með stæl. Við höfum ekki verið í botnsætinu hingað til á þessu tímabili sama skapi ekki í fyrra. Við erum bara brött og ánægð með það sem við höfum gert hingað til.”
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum fyrir ofan.