Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   sun 21. júlí 2024 19:39
Halldór Gauti Tryggvason
Donni um nýjan leikmann: Erum bara að bíða eftir leikheimild
Kvenaboltinn
Halldór Jón, þjálfari Tindastóls
Halldór Jón, þjálfari Tindastóls
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Varnarleikurinn í seinni hálfleik klikkaði, það er ekkert flóknara en það. Vorum barar lélegar varnarlega í seinni hálfleik sérstaklega. Fyrri hálfleikurinn var góður var mjög ánægður með heildarframmistöðu liðsins í fyrri hálfleik.“ sagði Halldór Jón, þjálfari Tindastóls aðspurður um hvað hefði klikkað gegn Fylki í dag.


Lestu um leikinn: Fylkir 4 -  1 Tindastóll

„Seinni hálfleikurinn var bara dapur að okkar hálfu og voru Fylkir bara að sama skapi góðar, örugglega þeirra besti hálfleikur bara í sumar og að sama skapi okkar sá lélegasti í sumar.“

„Örugglega þeirra langbesti seinni hálfleikur og að sama skapi okkar daprasti, stundum er þetta bara svona og datt svona skemmtilega illa fyrir okkur að þetta skyldi lenda svona illa í dag að því að þetta var leikur sem við ætluðum alls ekki að tapa.“

Nú er félagaskiptaglugginn opinn, má búast við fleiri nýjum andlitum hjá Stólunum?„Já erum búin að fá annan leikmann líka sem heitir Elise og erum bara að bíða eftir leikheimild fyrir hana vonandi gengur það eftir fyrir næsta leik sem er nú stutt í og ég bara vona að við getum bætt við kannski einum leikmanni í viðbót.”

Hvernig leggst restin af sumrinu í Tindastól? „Bara gríðarlega vel. Við gerðum þetta í fyrra líka og gerðum það vel, gerðum það með stæl. Við höfum ekki verið í botnsætinu hingað til á þessu tímabili sama skapi ekki í fyrra. Við erum bara brött og ánægð með það sem við höfum gert hingað til.”

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum fyrir ofan.


Athugasemdir
banner