Kólumbíski sóknartengiliðurinn James Rodriguez ætlar sér að snúa aftur í Evrópuboltann eftir að hafa spilað í Brasilíu síðasta árið. Þetta kemur fram í suður-ameríska miðlinum TycSports.
Rodriguez var einn af bestu leikmönnum Copa America-mótsins í ár en þar lagði hann upp sex mörk og skoraði eitt er Kólumbía komst í úrslita í fyrsta sinn í 23 ár.
Kólumbíumaðurinn sýndi að hann er ekki dauður úr öllum æðum og hefur enn ýmislegt fram að færa.
TyCSports greinir nú frá því að Rodriguez hafi rift samningi sínum við Sao Paulo í Brasilíu og stefnir að því að snúa aftur í Evrópuboltann.
Tyrkneska félagið Besiktas er sagt áhugasamt um að fá Rodriguez, sem fagnaði 33 ára afmæli sínu á dögunum.
Athugasemdir