Ítalski fótboltafréttamaðurinn Fabrizio Romano segir það ekki rétt að belgíski landsliðsmaðurinn Kevin De Bruyne hafi náð munnlegu samkomulagi við Al Ittihad í Sádi-Arabíu.
Blaðamaðurinn Rudy Galetti sagði frá því í dag að De Bruyne væri búinn að ná munnlegu samkomulagi við Al-Ittihad um að ganga í raðir félagsins í sumar.
De Bruyne hefur áður tala um að hann sé opinn fyrir því að spila í Sádi-Arabíu en miðjumaðurinn á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum hjá Manchester City.
Romano segir fréttir um að hann hafi náð samkomulagi við Al-Ittihad ósannar.
Það er í forgangi hjá Al-Ittihad að ganga frá kaupum á franska vængmanninum Moussa Diaby frá Aston Villa og síðan ætlar félagið í viðræður við Man City um brasilíska markvörðinn Ederson.
???????? Saudi sources playing down reports about Kevin de Bruyne reaching an agreement with Al Ittihad — told it’s NOT true.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 21, 2024
Al Ittihad are focused on Moussa Diaby deal, set to be sealed very soon.
Next step for Saudi club will be new goalkeeper with Éderson talks on but not easy. pic.twitter.com/RI0avGPDp0
Athugasemdir