Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   sun 21. júlí 2024 19:29
Brynjar Ingi Erluson
Segir fréttir um að De Bruyne hafi náði samkomulagi við Al Ittihad vera ósannar
Mynd: Getty Images
Ítalski fótboltafréttamaðurinn Fabrizio Romano segir það ekki rétt að belgíski landsliðsmaðurinn Kevin De Bruyne hafi náð munnlegu samkomulagi við Al Ittihad í Sádi-Arabíu.

Blaðamaðurinn Rudy Galetti sagði frá því í dag að De Bruyne væri búinn að ná munnlegu samkomulagi við Al-Ittihad um að ganga í raðir félagsins í sumar.

De Bruyne hefur áður tala um að hann sé opinn fyrir því að spila í Sádi-Arabíu en miðjumaðurinn á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum hjá Manchester City.

Romano segir fréttir um að hann hafi náð samkomulagi við Al-Ittihad ósannar.

Það er í forgangi hjá Al-Ittihad að ganga frá kaupum á franska vængmanninum Moussa Diaby frá Aston Villa og síðan ætlar félagið í viðræður við Man City um brasilíska markvörðinn Ederson.


Athugasemdir
banner
banner