Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 21. ágúst 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Næstdýrastur í sögu Leicester lánaður til Mónakó
Mynd: Getty Images
Mónakó er búið að tryggja sér sóknarmanninn Islam Slimani á lánssamningi frá Leicester.

Samkvæmt L'Equipe stóðst Slimani læknisskoðun í gær og er hann búinn að skrifa undir samning. Það er kaupmöguleiki í samningnum en ekki er ljóst á hversu mikið Alsíringurinn er falur.

Slimani varð dýrasti leikmaður í sögu Leicester þegar hann kom fyrir 29 milljónir punda sumarið 2016. Ayoze Perez varð dýrastur í sögu félagsins þegar hann skipti yfir í sumar fyrir 30 milljónir.

Slimani tókst aldrei að festa sig í sessi í byrjunarliðinu og gerði 7 mörk í 23 deildarleikjum á sínu fyrsta tímabili. Hann gerði aðeins 1 mark í 12 leikjum árið þar á eftir og minnkaði spiltími hans til muna.

Slimani er 31 árs gamall og hefur gert 27 mörk í 63 landsleikjum. Hann var mikilvægur hlekkur í liði Sporting áður en hann skipti yfir í enska boltann.

Newcastle fékk hann lánaðan í fyrra en Slimani meiddist í tvo mánuði og fékk svo þriggja leikja bann og náði því aðeins að spila fjóra leiki.

Mónakó var næstum fallið úr frönsku deildinni á síðustu leiktíð og er búið að tapa fyrstu tveimur deildarleikjum tímabilsins. 0-3 gegn Lyon heima og 3-0 gegn Metz úti.

Leikmenn á borð við Radamel Falcao, Cesc Fabregas og Gelson Martins eru á mála hjá félaginu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner