Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
   sun 21. ágúst 2022 21:45
Arnar Laufdal Arnarsson
Nökkvi Þeyr: Örugglega geggjaður leikur að horfa á
Þrenna og stoðsending, takk fyrir pent.
Þrenna og stoðsending, takk fyrir pent.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nökkvi Þeyr Þórisson var magnaður í kvöld í 2-4 sigri KA á Stjörnunni í 18.umferð Bestu Deildar karla en Nökkvi skoraði þrennu og lagði einnig upp, maður leiksins.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  4 KA

"Það var örugglega geggjað að horfa á þetta, fimm mörk í fyrri hálfleik, þrjú víti, mikið drama og fram og til baka leikur. Mér fannst við mjög góðir í fyrri hálfleik og færin sem þeir fengu voru ekki mörg en svo fengu þeir tvö víti og skoruðu úr þeim. Í seinni lögðumst við aðeins niður sem er kannski eðlilegt þegar maður er 2-3 yfir á útivelli en við ætluðum ekki að gera það okkur langaði að halda áfram að keyra yfir þá. Svo kemur fjórða markið þá klárast leikurinn" Sagði Nökkvi í viðtali við Fótbolta.net eftir leik.

"Þetta var mjög skemmtilegur leikur að spila, mikið af opnum svæðum og skyndisóknum sem hentar mér rosalega vel þannig þetta var virkilega gaman"

Loksins fyrsti sigur KA á þessum liðum í topp sex og það á útivelli.

"Ég er bara ógeðslega sáttur með liðið og stóðum okkur ótrúlega vel í dag og að lenda undir og koma til baka og vinna svona 2-4 sigur. Er bara sáttur með liðið og fannst þetta vera frábær frammistaða"

Nökkvi er nú kominn með 16 mörk, 4 mörkum meira en næstu menn og er í góðri forystu um að tryggja sér gullskóinn fræga.

"Ég get ekki sagt það þetta er svolítið langt mót það eru ennþá einhverjir 9 leikir eftir þannig það getur margt gerst en það var rosalega gott að skora í dag"

Hallgrímur Jónasson vildi lítið tjá sig um hvort áhugi væri á Nökkva erlendis frá, hvað segir Nökkvi?

"Maður heyrir helling" Sagði Nökkvi léttur.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner