Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   mán 21. ágúst 2023 20:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Úlfur Arnar: Hann er Fjölnismaður og ætlar upp í Bestu með okkur
,,Þetta er Fjölnir"
Lengjudeildin
Úlfur á hliðarlínunni.
Úlfur á hliðarlínunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hans Viktor var frábær í leiknum.
Hans Viktor var frábær í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður mjög vel, pirrandi að fá á sig mark. En þetta er Fjölnir, þarna loksins náðum við heilsteyptum nánast 90 mínútum. Mér fannst við vera með rosa góða stjórn á leiknum, smá hikst í byrjun en svo tökum við leikinn gjörsamlega yfir og leikurinn er á okkar forsendum. Nú er bara komið að því að gjöra svo vel að halda áfram, sýna stöðugleika og halda þessu áfram," sagði ánægður Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis, eftir öruggan sigur á Grindavík í Lengjudeildinni í dag.

Lestu um leikinn: Fjölnir 5 -  1 Grindavík

„Þetta er örugglega eitt af mörkum sumarsins hjá Villa, það er búið að staðfesta það ofan af svölunum að hann var alveg meter inni boltinn - geggjað skot."

Úlfur útskýrði breytingarnar á liði sínu frá síðasta leik. Reynir Haraldsson og Axel Freyr Harðarson tóku sér sæti á bekknum.

„Sigurvin er nefbrotinn, kýldur í nefið á móti Gróttu. Annars er ég bara að rótera hópnum, samkeppni. Þetta snýst um að standa sig í leikjum og æfingum, svo er velt vöngum með liðsvalið og á endanum er eitthvað 'gut-feeling' sem segir manni að þetta sé málið og það er keyrt á þá."

Fyrirliðinn Hans Viktor Guðmundsson átti frábæran leik hjá Fjölni. Ekki hans fyrsti góði leikur í Lengjudeildinni. En af hverju er hann ekki að spila í efstu deild?

„Hann er Fjölnismaður og hann ætlar að fara upp í Bestu deildina með okkur. Ég er sammála því, hann er frábær og hefur bætt sig ofboðslega mikið. Þegar ég byrja að þjálfa hann aftur þá fór ég að biðja hann um að gera alls konar hluti sem hann var ekki vanur að gera, leið kannski ekki vel með þá hluti en var spenntur og jákvæður fyrir því. Hann þurfti að fá að gera rosalega mikið af mistökum fyrst, en hann er algjör drauma hafsent fyrir mig og ég er ofboðslega ánægður með hann. Hann ætlar að leiða þetta lið þar sem það á heima."

Úlfur var spurður út í varnarlínuna, toppbaráttuna, nánar um frammistöðuna og framherjastöðuna.
Athugasemdir
banner